Wednesday, March 14, 2007

vogun vinnur? vogun tapar?

Jæja, vigtun á morgun. Verð að segja að ég hef verri samvisku nú en í síðustu viku, því ég svindlaði um helgina. Fór nebbnilega á galeiðuna á Fös. og fékk mér pizzu á lau. En annars hef ég haldið mig kyrfilega innan ramma hins danska. Held ég allavega. Er ennþá ekki alveg með þetta mjólkurmagn á hreinu. Hef jafnvel oft sleppt mjólkinni alveg. Og borðað of fáa ávexti og er ekki búin að fylgjast nógu vel með inntökunni á olíunni. Ég á í erfiðleikum með að vera svona nákvæm, er slurkari að eðlisfari og hef aldrei getað farið eftir uppskriftum án þess að breyta einhverju. Ég er því að læra að aga sjálfa mig í að vigta og virkilega hugsa um að borða. Ég er í raun að borða mun meira en ég gerði áður en bara miklu hollara og í réttum hlutföllum.

Svo er það bara að láta vigtina tala á morgun! Hversu vel hef ég staðið mig...to be continued...