Saturday, March 31, 2007

3,4 kg farin :)

Ég fékk vægt áfall á fimmtudaginn í vigtuninni, eða bjóst nú ekki við neinum gloríum sökum veikinda og SVINDLS(ég get alveg mínusað eina viku frá), en var kílói þyngri og hundrað grömmum til :(

Þar komu líka inn ástæður sem gera mig ekki alveg eins mikinn lúser, var á blæðingum og leið eins og ég væri ólétt því maginn var svo þaninn (skemmtilegt blogg ekki satt?) og hafði verið að lyfta í ræktinni.

OGGGG viti menn vigtaði mig í morgun og er búiin að léttast um 2 kíló síðan á fimmtudaginn :)

s.s 3,4 kg farin allt í allt og er ég mjög ánægð með það miðað við aldur og fyrri störf, svindl og blóð og lóð og kók, eyrnabólgu og stress stress stress yfir áheyrnarprófinu 10. apríl.

Allur pakkinn bara og nú styttist í að ég sé að skríða niður mjög svo brattan og torfærann tug!!

Friday, March 23, 2007

dúbbídúbbídú....

jæja, þriðja vikan fór nokkurn vegin í eitthvað rugl. Svindlaði fullt þarna um helgina og svo varð ég veik á miðvikudaginn og er að jafna mig. Fékk líklega eyrnabólgu sem er búin að vera að grassera lengi því ég er alltaf að fá þetta aftur og aftur....algjör lasarus sko....En ég er ekkert af baki dottin sko ;)

Komst ekki í vigtun þessa vikuna og ætla ekkert að vera að vigta mig sjálf. þannig að ég verð að vera geggjað dugleg núna fram að næsta fimmtudag :)

Fínt að hafa eitthvað að stefna að því Árshátíðin hjá Aðföngum verður þar næstu helgi og eins gott að komast í kjólinn hehe ;)

Tuesday, March 20, 2007

úfffff

úfff segir allt sem segja þarf. Hef svoldið misst tökin á nákvæmninni. Fór út að borða og svona um helgina, ætla nú ekkert að hætta að lifa lífinu neitt, en samt ég hefði nú aðeins getað sleppt t.d súkkulaðiköku með rjóma á laug. En jæja, life goes on og ég ætla bara að halda ótrauð áfram.

er samt mjög efins um að ég sjái árangur þessa vikuna :(

Thursday, March 15, 2007

1,3 kg. aftur !!!

Hehehe, ég er bara rosa sátt við þessa tölu :) Hún virðist ætla að fylgja mér..Ji nú er ég komin með það takmark að missa 1,3 kg. í hverri viku, hehe það væri nett súrealískt :)

Jábbb, búin að missa 2,6 kg á tveimur vikum og stefni á að vera búin að missa 5 kg fyrir árshátíðina 31.mars.

Eldaði mér þennan dýrlega karrý kjúkling sem ég skáldaði bara sjálf hér er uppskriftin.

kjúklingarbringur (ca. 400 g)
10 g. olía
1 tsk tanmarín sósa
hvítlaukur (nóg af honum)
karrý (dassshh)
ferskt timian
pipar (alot)
rósmarín (bara slurk)

allt steikt saman í yndislegri lyktaharmóníu og muna að gefa af sér ást oní pottinn :)

síðan bætti ég:
sveppir (heilt box)
vorlaukur (ca 1/3 af heilum)
1 gul papríka
spergilkál (eitt búnt)

láta þetta malla og mala soldið....

svo dadddarrrra....allt sett í eldfast mót.....

1 dl 10% sýrður rjómi + 5o g létt majones hrært saman og útí set ég slatta af tabasco sósu og helli því svo yfir kjúllann, í þetta skipti átti ég eftir að borða ost skammtinn minn þannig að ég setti 25 g af camebert yfir og 50 g af 11 % osti. UMMMMmmmmmmmmmm....


Inn í ofn í ca 20 mínútur....

..................DELICIOUS..........................

gott að verðlauna sig vel fyrir þyngdartapið án þess að svindla ;)

Wednesday, March 14, 2007

vogun vinnur? vogun tapar?

Jæja, vigtun á morgun. Verð að segja að ég hef verri samvisku nú en í síðustu viku, því ég svindlaði um helgina. Fór nebbnilega á galeiðuna á Fös. og fékk mér pizzu á lau. En annars hef ég haldið mig kyrfilega innan ramma hins danska. Held ég allavega. Er ennþá ekki alveg með þetta mjólkurmagn á hreinu. Hef jafnvel oft sleppt mjólkinni alveg. Og borðað of fáa ávexti og er ekki búin að fylgjast nógu vel með inntökunni á olíunni. Ég á í erfiðleikum með að vera svona nákvæm, er slurkari að eðlisfari og hef aldrei getað farið eftir uppskriftum án þess að breyta einhverju. Ég er því að læra að aga sjálfa mig í að vigta og virkilega hugsa um að borða. Ég er í raun að borða mun meira en ég gerði áður en bara miklu hollara og í réttum hlutföllum.

Svo er það bara að láta vigtina tala á morgun! Hversu vel hef ég staðið mig...to be continued...

Thursday, March 8, 2007

1,3 kg :)

jæja, þetta verður víst danska kúrs bloggið mitt! Er nú svona meira að gera þetta fyrir sjálfa mig til að geta haft yfirsýn yfir þetta ferli sko. En þið sem lesið megið endilega lesa ;)

Nú er ég búin að vera eina viku og fór í vigtun í dag, full eftirvæntingar og frekar vonlítil því ég byrjaði á túr og eins og þið konur vitið þá er mar ALLTAF þyngri á túr (eða allavega ég). En var bara nokkuð sátt eftir þessa fyrstu vigtun, hafði lést um 1,3 kg. Ætla að toppa í næstu viku og missa meira af sjálfri mér. Ég fékk þessa líka fínu límmiða, ógó sæt fiðrildi, 1,3 kg fiðrildi fokin útí bláinn. Jafnvel þó ég hafi nú svindlað smá um helgina þá bætti ég það með því að synda, hlaupa, hjóla og lyfta 5 sinnum þessa viku. Þannig að nokkuð ánægð bara og held áfram í grænmetisjaplinu.